fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Bonucci fær ekki að vera varafyrirliði hjá Juve – Sjáðu ástæðuna

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 07:00

Leonardo Bonucci / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Max Allegri, þjálfari Juventus, ætlar ekki að gera Leonardo Bonucci að varafyrirliða félagsins eins og margir bjuggust við. Þetta er vegna þess að leikmaðurinn fór til AC Milan árið 2017 í eitt tímabil.

Allegri sneri nýlega aftur til Juventus eftir að Andrea Pirlo var rekinn eftir slæmt gengi á síðasta tímabili. Hann hafnaði meðal annars starfi hjá Real Madrid til að taka aftur við ítalska stórveldinu.

Bonucci var fyrirliði stærstan hluta síðasta tímabils þegar Chiellini var meiddur en það mun ekki gerast undir stjórn Allegri þar sem hann virðist ekki hafa gleymt því þegar Bonucci fór óvænt til AC Milan árið 2017.

„Paulo Dybala hefur verið lengst hér og verður því varafyrirliði. Bonucci fór frá Juve og kom svo aftur og hann þarf því að byrja frá byrjun. Ef hann vill fyrirliðabandið þá verður hann að kaupa sér svoleiðis og leika sér með það á götunni,” sagði Allegri á blaðamannafundi en hann virtist hafa nokkuð gaman af þessu og glotti á meðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal hóf formlegt samtal við enska kantmanninn um helgina

Arsenal hóf formlegt samtal við enska kantmanninn um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skellt í lás á hinu glæsilega hóteli fyrir íslensku stjörnurnar – Hér dvelja þær næstu vikur

Skellt í lás á hinu glæsilega hóteli fyrir íslensku stjörnurnar – Hér dvelja þær næstu vikur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klessukeyrði Range Rover jeppa um helgina og er ákærður fyrir ölvunarakstur

Klessukeyrði Range Rover jeppa um helgina og er ákærður fyrir ölvunarakstur