Max Allegri, þjálfari Juventus, ætlar ekki að gera Leonardo Bonucci að varafyrirliða félagsins eins og margir bjuggust við. Þetta er vegna þess að leikmaðurinn fór til AC Milan árið 2017 í eitt tímabil.
Allegri sneri nýlega aftur til Juventus eftir að Andrea Pirlo var rekinn eftir slæmt gengi á síðasta tímabili. Hann hafnaði meðal annars starfi hjá Real Madrid til að taka aftur við ítalska stórveldinu.
Bonucci var fyrirliði stærstan hluta síðasta tímabils þegar Chiellini var meiddur en það mun ekki gerast undir stjórn Allegri þar sem hann virðist ekki hafa gleymt því þegar Bonucci fór óvænt til AC Milan árið 2017.
„Paulo Dybala hefur verið lengst hér og verður því varafyrirliði. Bonucci fór frá Juve og kom svo aftur og hann þarf því að byrja frá byrjun. Ef hann vill fyrirliðabandið þá verður hann að kaupa sér svoleiðis og leika sér með það á götunni,” sagði Allegri á blaðamannafundi en hann virtist hafa nokkuð gaman af þessu og glotti á meðan.
“Dybala will be the captain after Chiellini, it’s going based of appearances. Bonucci? He left (to Milan) therefore if he wants the armband he can go buy one & play with it in the piazza. Once he returned back to Juve he went to last in the pecking order”
– Allegri via Presser © pic.twitter.com/7eehkqxnsi
— Italian Football TV (@IFTVofficial) July 27, 2021