fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Bonucci fær ekki að vera varafyrirliði hjá Juve – Sjáðu ástæðuna

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 07:00

Leonardo Bonucci / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Max Allegri, þjálfari Juventus, ætlar ekki að gera Leonardo Bonucci að varafyrirliða félagsins eins og margir bjuggust við. Þetta er vegna þess að leikmaðurinn fór til AC Milan árið 2017 í eitt tímabil.

Allegri sneri nýlega aftur til Juventus eftir að Andrea Pirlo var rekinn eftir slæmt gengi á síðasta tímabili. Hann hafnaði meðal annars starfi hjá Real Madrid til að taka aftur við ítalska stórveldinu.

Bonucci var fyrirliði stærstan hluta síðasta tímabils þegar Chiellini var meiddur en það mun ekki gerast undir stjórn Allegri þar sem hann virðist ekki hafa gleymt því þegar Bonucci fór óvænt til AC Milan árið 2017.

„Paulo Dybala hefur verið lengst hér og verður því varafyrirliði. Bonucci fór frá Juve og kom svo aftur og hann þarf því að byrja frá byrjun. Ef hann vill fyrirliðabandið þá verður hann að kaupa sér svoleiðis og leika sér með það á götunni,” sagði Allegri á blaðamannafundi en hann virtist hafa nokkuð gaman af þessu og glotti á meðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
433Sport
Í gær

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
433Sport
Í gær

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður