fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Hazard mætti í æfingabúðir Real í lélegu formi eftir sumarfrí – Látinn æfa einn

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 19:16

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hazard er mættur aftur til Real Madrid til þess að taka þátt í undirbúningstímabilinu með félaginu eftir sumarfrí. Spænskir fjölmiðlar segja kappann hafa mætt til baka í lélegu formi og eru forráðamenn félagsins ósáttir.

Hazard hefur verið mikið á meiðslalistanum hjá Real Madrid eftir að hann var keyptur fyrir metfé frá Chelsea árið 2019. Hann missti af 33 leikjum á síðasta tímabili vegna meiðsla.

Spænskir fjölmiðlar telja að meiðslavandræðin megi rekja til þess hve illa hann hugsar um sig. Marca greindi frá því í dag að Hazard hafi verið sendur í ýmis próf til þess að athuga ástandið á honum og þær niðurstöður komu ekki vel út. Hann var látinn æfa einn í dag.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir hjá Hazard en hann hefur áður verið gagnrýndur fyrir að koma til baka úr sumarfríi í lélegu formi.

Eden Hazard var í belgíska landsliðshópnum á EM 2020 í sumar og þótti leika vel til að byrja með en var svo frá vegna meiðsla undir lokin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn
433Sport
Í gær

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer