Danny Drinkwater hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann samdi við Chelsea árið 2017 en hann gekk til liðs við félagið fyrir 35 milljónir punda frá Leicester. Hann hefur aðeins spilað 19 leiki fyrir félagið og eytt mestum tíma á láni hjá Burnley, Aston Villa og Kasimpasa.
Síðasti keppnisleikur hans fyrir Chelsea var í júlí 2019 gegn Reading. Drinkwater fékk þó séns í síðustu viku í lokuðum æfingaleik gegn Peterborough. Nokkrum dögum síðar spilaði hann æfingaleik gegn Bournemouth og þótti standa sig frábærlega.
Stuðningsmenn Chelsea keppast nú við að dásama frammistöðu hans á Twitter og vilja margir sjá hann í plönum Thomas Tuchel fyrir næsta tímabil.
At times is all about focus and dedication but Danny Drinkwater has not forgotten how to play football.
Amazing performance last night. Felt like Jorginho at times. Those one touch triangle passes and diagonals were spot on all through. https://t.co/WgKZFX4OSo
— Vince™ (@Blue_Footy) July 28, 2021
Danny Drinkwater playing like prime Pirlo.. Lmaooo y'all ain't ready for us this season😂😂💀
— Darwin Wis💙 (@havertzcoyb) July 27, 2021