fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Haaland blæs á sögurnar – ,,Mikill peningur fyrir eina manneskju“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 17:00

Erling Braut Haaland. Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Erling Braut Haaland virðist ekki vera á leið til Chelsea í sumar ef marka má nýtt viðtal við hann.

Hinn tvítugi Haaland var spurður út í það hvort hann gæti farið til Chelsea á blaðamannafundi.

,,Fyrir gærdaginn hafði ég ekki talað við umboðsmann minn í mánuð. Ég held að þú hafir svarið þarna,“ svaraði Haaland.

Rætt hefur verið um upphæð upp að allt að 175 milljónum punda sem Chelsea gæti greitt fyrir Norðmanninn. Haaland telur það allt of háa upphæð.

,,Þetta er mikill peningur. Ég vona að þetta séu bara orðrómar því þetta er mikill peningur fyrir eina manneskju. Ég á þrjú ár eftir af samningi mínum og ég nýt mín hér.“

Talið er að Haaland sé fáanlegur fyrir aðeins 64 milljónir punda næsta sumar vegna klásúlu í samningi hans við Dortmund. Það er því líklegt að stærstu lið Evrópu geri tilraun til að sækja hann þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn
433Sport
Í gær

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer