fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Lán í óláni fyrir Þrótt að fara niður um deild? – ,,Gæti orðið mjög fínt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 11:30

Frá Eimskipsvellinum, heimavelli Þróttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Hörður Snævar Jónsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson ræddu um það í markaþætti Lengjudeildarinnar á mánudag hvort það gæti orðið fínt fyrir Þrótt Reykjavík að fara niður í 2.deild í smá tíma til endurmóta liðið sitt.

Þróttur hefur verið í tíunda sæti Lengjudeildarinnar tvö ár í röð. Í bæði skiptin hefur liðið bjargað sér frá falli með naumindum.

Í ár er svipaða sögu að segja af Þrótturum. Liðið er í ellefta sæti, 5 stigum frá öruggu sæti, þegar mótið er rúmlega hálfnað.

,,Þeir eru með gott yngri flokka starf og eru farnir að koma yngri leikmönnum inn. Gæti það kannski bara verið lán í óláni að fara niður þar sem allir þessir ungu menn fara í eitt sumar í 22 leiki? Reynsla, koma aftur upp kannski tilbúnir í þessa 1. deild,“ sagði Hörður í þættinum.

Hrafnkell minntist þá að það að það hafi áður reynst liðum vel að fara niður um deild til að stilla strengi sína betur.

,,Algjörlega. Það getur líka bara verið jákvætt. Það hefur oft sannað sig að það sé jákvætt fyrir mörg lið. Við getum tekið Fylki sem dæmi fyrir nokkrum árum, þegar þeir féllu úr úrvalsdeildinni.“

,,Við sáum HK fara niður í 2.deild einu sinni og bara finna sín gildi og komast aftur upp í efstu deild,“ bætti Hörður við.

Hrafnkell telur að það að fara niður um deild gæti komið sér vel þegar kemur að því að sjá hvaða leikmenn eru tilbúnir fyrir átökin næstu árin og hverjir ekki.

,,Þú getur strúktúrerað starfið aftur og fundið hvaða strákar eru tilbúnir í þetta. Bætt ofan á það einhvern veginn. Svo ég myndi segja að það gæti bara orðið mjög fínt fyrir þá í staðinn fyrir að standa alltaf í þessu basli.“

Umræðuna um Þrótt, sem og markaþátt Lengjudeildarinnar í heild sinni, má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Julian McMahon látinn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einn af fáum sem hafnar peningunum í Sádi

Einn af fáum sem hafnar peningunum í Sádi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til