fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Raphael Varane er á leið til Manchester United – Liðin við það að ná saman

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 12:51

Raphael Varane. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United og Real Madrid eru við það að ná saman um kaupverð á Raphael Varane, miðverði síðarnefnda liðsins. Fabrizio Romano greinir frá.

Greint var frá því í dag að liðin væru að ræða um upphæð á bilinu 39 til 47 milljónir punda.

Nú á aðeins eftir að ganga frá smáatriðum. Tilkynnt verður um félagaskiptin á næstu klukkustundum eða dögum.

Varane hefur þegar náð samkomulagi við Man Utd um persónuleg kjör.

Hinn 28 ára gamli Varane hefur verið í herbúðum Real Madrid í áratug.

Hann á þá 79 landsleiki að baki fyrir Frakkland. Hann var til að mynda hluti af liði þeirra sem varð heimsmeistari árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts