fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

,,Eins og hann vilji ekkert hafa hann“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 10:05

Helgi Viðar Hilmarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, virðist ekki hafa fulla trú á Thomas Mikkelsen, framherja liðsins. Málið var rætt í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gærkvöldi.

Hinn 31 árs gamli Mikkelsen hefur skorað fimm mörk í tíu leikjum í Pepsi Max-deildinni í ár. Hann hefur þó nokkrum sinnum komið inn á sem varamaður.

,,Það voru einhverjar sögur um það fyrir tímabil að hann hafi verið boðinn hingað og þangað, til klúbba á Íslandi, í skiptum fyrir hitt og þetta,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson í þættinum.

,,Mikkelsen hefur alveg heyrt þær sögur,“ skaut Hörður Snævar Jónsson inn í.

Daninn klikkaði á vítaspyrnu í 2-0 tapleik gegn Keflavík í gær. Arnar segir erfitt fyrir Mikkelsen að gera góða hluti fyrir Breiðablik ef Óskar hefur ekki trú á honum.

,,Hvað gerir það fyrir sjálfstraustið hjá svona gæja. Líka bara, hvar er ‘loyalty-ið’? Hvernig á Thomas að ‘deliver-a’ fyrir einhvern gæja sem virðist ekki hafa neina trú á honum og í rauninni bara eins og hann vilji ekkert hafa hann? Þrátt fyrir að hafa skorað þvílíkt mikið af mörkum fyrir Blika-liðið.“

Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi í Dr. Football, benti á að Óskar hefði enga ástæðu til þess að treysta ekki á Mikkelsen.

,,Það er sérstakt ef hann er ekki hrifinn af honum því hann hefur svo sannarlega ekki svikið hann inni á vellinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“