fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu viðtal við Frey eftir fyrsta leik: ,,Allir leikmennirnir ættu að vera stoltir og glaðir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 17:51

Freyr Alexandersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson, stjóri Lyngby í dönsku B-deildinni, var stoltur af sínu liði eftir sigur í fyrsta leik tímabilsins gegn Nyköbing í dag. Lyngby skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma í 1-2 sigri.

,,Þetta var frábært. Þetta var ótrúlega erfiður leikur. Nyköbing spiluðu mjög vel, spiluðu sem heild. Þeir koma auðvitað úr C-deild og við höfðum spilað við þá æfingaleik. Það er virkilega erfitt að spila gegn þeim,“ sagði Freyr í viðtali við heimasíðu Lyngby eftir leik.

Freyr var virkilega ánægður með að hans lið hafi siglt sigrinum heim eftir erfiðan leik. Hann segir leikmennina hafa átt það skilið

,,Að koma hér og skora á síðustu mínútu var frábært. Ég er svo glaður fyrir hönd leikmanna sem hafa lagt hart að sér hvern einasta dag. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þetta var upp og niður frammistaða hjá okkur eins og oft í fyrsta leik.“

Varamaðurinn Rasmus Pedersen gerði sigurmark Lyngby í dag. Freyr var ánægður með þá leikmenn sem komu inn af bekknum, sem og liðið í heild.

,,Ég er svo stoltur af þeim leikmönnum sem byrjuðu á bekknum en komu svo inn með krafti. Allir leikmennirnir ættu að vera stoltir og glaðir.“

Viðtalið í heild (á dönsku) má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lítil trú á Blikum á eftir

Lítil trú á Blikum á eftir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“