fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Ragnar Þór segir stjórnvöld lítið hugsa um verslunarfólk – „Það er ekki annað í stöðunni að við tökum málin í eigin hendur“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 16:30

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og LÍV. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færsla Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, fer nú um samfélagsmiðla eins og eldur í sinu. Þar minnir Ragnar Þór á mikilvægi framlínustarfsfólks í verslunum í landinu og brýnir fyrir fólki að koma fram við það af virðingu.

„Síðastliðið ár hefur verið verslunarfólki afar erfitt og krefjandi á tímum Covid,“ skrifar Ragnar. „Það er í raun óskiljanlegt hversu lítið tillit hefur verið tekið til mikilvægi framlínustarfa eins og í verslun. Það er varla hægt að gera sér í hugarlund hvernig staðan væri ef almenningur hefði ekki nær óheftan aðgang að nauðsynjavöru og annarri þjónustu.“

Á meðan stjórnvöld völdu starfsstéttir í forgang í bólusetningar var ekkert hugsað um starfsfólk í verslunum þrátt fyrir að VR hafi ítrekað bent stjórnvöldum á mikilvægi þess að verja okkar hópa betur.

Ragnar segist hafa áhyggjur af verslunarfólki í nýrri Covid-bylgju sem nú geisar og því skilningsleysi á stöðu þeirra sem standa vaktina.

Ragnar skrifar áfram:

Það er því ekki annað í stöðunni að við sem samfélag tökum málin í eigin hendur.

Sýnum framlínufólki í verslun þá virðingu sem það á skilið. Bíðum ekki eftir frekari fyrirmælum og setjum upp grímuna og notumst við 2 metra regluna þegar við förum út í búð.

Þannig getum við best þakkað þeim hetjum fyrir sem sjá okkur fyrir nauðsynjavörum og annarri þjónustu á meðan þessi bylgja gengur yfir.

Vinsamlega deildu og taktu þátt í að bæta öryggi framlínufólks í verslun.

Á rétt rúmri klukkustund hafa 130 manns þegar deilt færslu Ragnars, og hundruð til viðbótar tjáð sig undir henni. Það er því ljóst að Ragnar hefur slegið á strengi sem margir geta tekið undir með. Færslu Ragnars má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis