fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Skýtur á Son og segir hann hafa ,,gefist upp“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 13:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danny Murphy, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og nú sparkspekingur, virðist ekki sérlega hrifinn af þeirri ákvörðun Heung-Min Son að skrifa undir nýjan samning við Tottenham.

Son skrifaði undir lok síðustu viku undir samning við félagið sem gildir til ársins 2025.

Murphy, sem lék með Tottenham á sínum tíma, segir ekki líklegt að Son muni vinna mikið af titlum með félaginu.

,,Leikmenn eru mjög mismunandi. Þegar einhverjum líður vel, nýtur lífsins og fótboltans, það eru ekki allir sem vilja það sama. Hann er örugglega að fá mjög góðan samning ef litið er á það út frá fjárhagslegu sjónarmiði. Það eru hins vegar líkur á því að hann vinni ekki mikið með Tottenham næstu árin. Sú er staðreyndin.“

Murphy hélt áfram og bætti við að samningurinn sé nokkurs konar merki um uppgjöf hjá Son.

,,Það skiptir hann greinilega ekki svo miklu að vinna eitthvað. Mér finnst þetta í raun gefa í skyn að hann hafi gefist upp.“

Miðjumaðurinn fyrrverandi hefur ekki trú á því að Tottenham muni takast að bæta sig á næstu árum. Liðið hafnaði í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

,,Hann trúir því kannski að Tottenham geti snúið þessu við og keppt um eitthvað. Ég held samt að flestir þeir sem þekkja fótbolta sjái það ekki gerast á næstu leiktíð eða leiktíðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Í gær

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City