fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Pepsi-Max deild kvenna: Baráttan um toppsætið heldur áfram

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 24. júlí 2021 17:57

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Pepsi-Max deild kvenna í dag.  Þór/KA tók á móti toppliði Vals á SaltPay vellinum og Breiðablik tók á móti Selfoss í Kópavoginum.

Arna Sif Ásgrímsdóttir gaf Valskonum forskotið þegar hún setti boltann í eigið net eftir 18. mínútna leik. Margrét Árnadóttir jafnaði fyrir Þór/KA á 35. mínútu en Dóra María Lárusdóttir kom Valskonum aftur yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Ásdís Karen Halldórsdóttir bætti við þriðja markinu á 46. mínútu og þar við sat. Valur heldur toppsætinu með 29 stig eftir 12 leiki. Þór/KA er í 6. sæti með 13 stig.

Það var lítið að frétta framan af í leik Breiðabliks og Selfoss á Kópavogsvellinum, en Breiðablik komst í 1-0 forystu þegar Agla María Albertsdóttir skoraði úr víti á 77. mínútu. Bergrós Ásgeirsdóttir jafnaði fyrir Selfyssinga tveimur mínútum síðar, en Taylor Marie Ziemer skoraði sigurmarkið fyrir Breiðablik á 81. mínútu með góðu skoti rétt fyrir utan teig.  Breiðablik fylgir fast á eftir Valskonum í 2. sæti með 27 stig. Selfoss situr í 3. sæti með 18 stig.

Lokatölur:

Þór/KA 1 – 3 Valur
0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir (’18, sjálfsmark)
1-1 Margrét Árnadóttir (’35)
1-2 Dóra María Lárusdóttir (’45)
1-3  Ásdís Karen Halldórsdóttir (’46)

Breiðablik 2– 1 Selfoss
1-0 Agla María Albertsdóttir (’77, víti)
1-1 Bergrós Ásgeirsdóttir  (’79)
2-1  Taylor Marie Ziemer (’81)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum