fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Pepsi-Max deild kvenna: Baráttan um toppsætið heldur áfram

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 24. júlí 2021 17:57

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Pepsi-Max deild kvenna í dag.  Þór/KA tók á móti toppliði Vals á SaltPay vellinum og Breiðablik tók á móti Selfoss í Kópavoginum.

Arna Sif Ásgrímsdóttir gaf Valskonum forskotið þegar hún setti boltann í eigið net eftir 18. mínútna leik. Margrét Árnadóttir jafnaði fyrir Þór/KA á 35. mínútu en Dóra María Lárusdóttir kom Valskonum aftur yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Ásdís Karen Halldórsdóttir bætti við þriðja markinu á 46. mínútu og þar við sat. Valur heldur toppsætinu með 29 stig eftir 12 leiki. Þór/KA er í 6. sæti með 13 stig.

Það var lítið að frétta framan af í leik Breiðabliks og Selfoss á Kópavogsvellinum, en Breiðablik komst í 1-0 forystu þegar Agla María Albertsdóttir skoraði úr víti á 77. mínútu. Bergrós Ásgeirsdóttir jafnaði fyrir Selfyssinga tveimur mínútum síðar, en Taylor Marie Ziemer skoraði sigurmarkið fyrir Breiðablik á 81. mínútu með góðu skoti rétt fyrir utan teig.  Breiðablik fylgir fast á eftir Valskonum í 2. sæti með 27 stig. Selfoss situr í 3. sæti með 18 stig.

Lokatölur:

Þór/KA 1 – 3 Valur
0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir (’18, sjálfsmark)
1-1 Margrét Árnadóttir (’35)
1-2 Dóra María Lárusdóttir (’45)
1-3  Ásdís Karen Halldórsdóttir (’46)

Breiðablik 2– 1 Selfoss
1-0 Agla María Albertsdóttir (’77, víti)
1-1 Bergrós Ásgeirsdóttir  (’79)
2-1  Taylor Marie Ziemer (’81)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Peysan umtalaða er til sölu á um 120 þúsund krónur – Vakti mikla athygli í þáttunum

Peysan umtalaða er til sölu á um 120 þúsund krónur – Vakti mikla athygli í þáttunum
433Sport
Í gær

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Í gær

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar
433Sport
Í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi