fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Sean Dyche vissi ekki hvort Man City ætlaði að kaupa félagið eða leikmanninn

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 23. júlí 2021 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sean Dyche, þjálfari Burnley, grínaðist með það að hann væri óviss hvort Manchester City væri að reyna að kaupa leikmann eða félag. Heimildir The Sun herma að Englandsmeistararnir séu búnir að ná samkomulagi við Tottenham um kaup á Harry Kane. Kaupverðið er sagt vera á 160 milljónir punda.

Sögusagnirnar komu Dyche í opna skjöldu en hann var spurður í viðtali á talkSPORT hvort að Burnley ætlaði að leggja fram tilboð í Kane. „Ef ég á að segja eins og er þá skildi ég ekki hvort City ætlaði að kaupa félagið eða leikmanninn,“ sagði hann. „Ég trúði þessu varla þegar ég heyrði þetta, en hver veit? Hann er samt frábær leikmaður.

Dyche veit hversu erfitt það er að kaupa leikmenn í sumarglugganum, en Burnley hafa einungis fengið einn leikmann til liðsins og það er markvörðurinn Wayne Hennessey sem kom á frjálsri sölu frá Crystal Palace. En Dyche vonast til að fá fleiri leikmenn til liðsins áður en leiktíðin hefst aftur þann 14. ágúst næstkomandi.

Hver einasti leikmaður sem við fáum til okkar þarf að gegna ákveðnu hlutverki hjá félaginu. Þetta hefur verið snúið í gegnum tíðina en við höfum fundið leið til að næla okkur í nokkra mjög góða leikmenn. Við þurfum á auknum gæðum að halda í ákveðnum stöðum og okkur vantar fleiri leikmenn yfir höfuð. Ég er vanur því að vinna við svona aðstæður. Við erum sjaldan í stöðu til að fá efstu nöfnin á óskalistanum því það er of kostnaðarsamt. Við erum oft fyrstir inn og fyrstir út. Við sjáum til hvort við fáum leikmennina sem við teljum að geti hjálpað okkur,“ sagði Dyche.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn
433Sport
Í gær

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer