fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Man Utd reyndi að koma van de Beek til Spánar en leikmaðurinn vill ólmur berjast fyrir sæti sínu

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 09:08

Donny van de Beek í leik með Manchester United. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt spænska blaðinu Sport vildi Manchester United selja hollenska miðjumanninn Donny van de Beek til Barcelona í sumar. Leikmaðurinn vill hins vegar vera áfram í Manchester.

Van de Beek kom til Man Utd frá Ajax síðasta sumar fyrir 34 milljónir punda. Fyrsta leiktíð hans var þó vonbrigði. Hann kom aðeins við sögu í fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Í kjölfarið fóru af stað orðrómar um að hann myndi fara frá félaginu eftir aðeins eitt tímabil.

Man Utd vildi koma honum til Barcelona en leikmaðurinn sjálfur vill ekki fara. Ekki kemur fram hvort að Börsungar hafi verið reiðubúnir til þess að kaupa leikmanninn.

Hinn 24 ára gamli van de Beek ætlar að berjast fyrir sæti sínu í liðinu hjá Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Man Utd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni