fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Möguleg liðsuppstilling Man Utd á næsta tímabili

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 20:05

Edinson Cavani fagnar marki / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur nú þegar bætt við sig á félagsskiptamarkaðnum í sumar en United menn eru hvergi hættir ef marka má nýjustu sögusagnir. Ole Gunnar Solskjaer kom hrikalega nálægt því að vinna sinn fyrsta titil sem þjálfari hjá félaginu en þeir rauðklæddu töpuðu í vítaspyrnukeppni gegn Villareal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili.

Solskjaer vill styrkja lið sitt og blanda sér almennilega í titilbaráttuna á næstu leiktíð en liðið endaði í 2. sæti í fyrra, 12 stigum á eftir Manchester City. United hefur þegar fest kaup á Jadon Sancho en eru líklegir til að bæta við sig miðverði, en Raphael Varane, leikmaður Real Madrid er sagður ofarlega á óskalista félagsins. United hefur líka verið orðað við Declan Rice sem átti frábært EM 2020. Þessir þrír leikmenn eru líklegir til að kosta félagið um 200 milljónir punda en gæti gert það sigurstranglegt í titilbaráttunni.

Búist er við að Dean Henderson verði byrjunarliðsmarkvörður en David De Gea var mikið gagnrýndur eftir tap United í úrslitaleiknum. Spánverjinn missti einnig sæti sitt í landsliðinu á EM en Unai Simon var valinn í hans stað. Wan-Bissaka og Luke Shaw halda sætum sínum í liðinu þrátt fyrir orðróma um að Kieran Trippier sé á lið til Manchester í sumar. Þá ætti Declan Rice að byrja djúpur á miðjunni fyrir aftan þá Paul Pogba og Bruno Fernandes. Cavani verður þá einn frammi og Rashford og Sancho á köntunum.

Mögulegt byrjunarlið Manchester United á næstu leiktíð: Henderson; Wan-Bissaka, Varane, Maguire, Shaw; Rice, Pogba, Fernandes; Rashford, Sancho, Cavani.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Í gær

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“