fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

VAR reglur uppfærðar í ensku úrvalsdeildinni

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 11:42

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar ætla sér að uppfæra VAR reglurnar eftir góðan árangur nýja fyrirkomulagsins á EM 2020.

VAR hefur verið í notkun í ensku úrvalsdeildinni síðastliðin tvö tímabil en tækninni hafa fylgt ýmis vandamál. Á síðasta tímabili voru dæmdir margir umdeildir dómar. Aðdáendur virtust hins vegar sáttir við dómgæsluna á EM 2020. Það var til að mynda fljótt dæmt rangstæður, án þess að þurfti að teikna línur eða sýna margar endursýningar. Ástæðan fyrir því að það voru engar auka tafir var vegna þess að helmingi fleiri dómarar sátu við störf á hverjum einasta leik, þar á meðal einn sem sá alfarið um rangstæðu dóma.

Sú regla mun ekki taka gildi í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili einfaldlega vegna þess að það eru ekki nógu margir dómarar til að sinna starfinu.

Á fréttastöðinni ESPN kemur fram að það verði veitt aukið svigrúm í rangstæðum, það er að segja að ef endursýningin sýnir ekki greinilega rangstæðu, þá mun dómurinn sem tekinn var á vellinum standa.

Í skýrslunni kemur fram að aðdáendur muni ekki fá að sjá dóminn á meðan hann er í vinnslu sem þýðir að engar línur verða teiknaðar á skjáinn. Lee Probert, fyrrverandi dómari í ensku úrvalsdeildinni varaði við því að þrátt fyrir nýju reglurnar muni aðdáendur halda áfram að skiptast á skoðunum.

Hann sagði í viðtali við BBC: „Því miður er þetta ekki huglægt. Leikmaður er annað hvort rangstæður eða ekki. Fólk verður ekki ánægt þegar að stóra táin á einhverjum er fyrir innan, en svona er þetta. Það er óæskilegt að það sé of margar skoðanir, en ég held það sé góð hugmynd að vera með aðstoðardómara sem sér eingöngu um rangstæður, og léttir þar með pressunni af aðaldómaranum.

Það voru samtals 18 dómar leiðréttir á EM 2020. Probert hrósaði skipuleggjendum mótsins fyrir það hvernig var tekið á dómum áttu sér stað á vellinum.

Lítil afskipti, mikil áhrif. Blandaðu þér aðeins í leikinn ef um skýran rangan dóm er að ræða. Þess vegna heppnaðist EM svona vel.“ hélt Probert áfram. „Það var ekki mikið skipst sér af stóru ákvörðunum. Það var ýmislegt skoðað á bak við tjöldin, en engin meiriháttar afskipti. VAR er ekki svo að dómgæslan verði 100% rétt, heldur til að koma í veg fyrir augljósa ranga dóma.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu seinna mark Rashford í kvöld – Gjörsamlega geggjað skot

Sjáðu seinna mark Rashford í kvöld – Gjörsamlega geggjað skot
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meistaradeildin: Rashford magnaður í sigri á Newcastle – City tókst að klára tíu leikmenn Napoli

Meistaradeildin: Rashford magnaður í sigri á Newcastle – City tókst að klára tíu leikmenn Napoli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Táknmynd glataðra tækifæra að losna úr fangelsi – Unnusta hans lést eftir af hafa tekið heróín

Táknmynd glataðra tækifæra að losna úr fangelsi – Unnusta hans lést eftir af hafa tekið heróín
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tók fram úr David Beckham í gær

Tók fram úr David Beckham í gær
433Sport
Í gær

Skýr skilaboð eftir hörmulega byrjun – Fær nýjan samning

Skýr skilaboð eftir hörmulega byrjun – Fær nýjan samning
433Sport
Í gær

Magnað afrek Arsenal – Geta bætt metið enn frekar

Magnað afrek Arsenal – Geta bætt metið enn frekar