fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Darren Ambrose: Kane mun eyðileggja orðspor sitt ef hann reynir að knýja fram sölu

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 19. júlí 2021 12:30

Harry Kane var lengi orðaður við ManchesterCity. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darren Ambrose, fyrrverandi leikmaður Crystal Palace segir að Harry Kane muni eyðileggja orðspor sitt hjá Tottenham ef hann reynir að knýja fram sölu frá klúbbnum.

Ambrose er sannfærður um að fyrirliði enska landsliðsins sé ekki týpan til að neita að mæta á æfingar með liðinu til að þvinga sölu.

Tottenham höfnuðu 100 milljón punda boði Man City í leikmanninn í síðasta mánuði. Spurs vilja ekki selja framherjann sem á þrjú ár eftir af samning sínum við félagið. Ambrose er harður á því að Kane eigi að virða samninginn og ósk Tottenham um að halda í hann.

Þú ættir alltaf að mæta. Þú ert á samningi,“ sagði hann í samtali við talkSPORT.

Munnlegur samningur hefur ekkert að segja. Nákvæmlega ekki neitt – sérstaklega ekki ef að Daniel Levy er eins og kunnugt er, hann er alræmdur fyrir að vera harður í horn að taka. Hann mun hafa sagt hvað sem er til að fá Kane til að skrifa undir samninginn í upphafi.“

Ambrose segir að Kane gæti eyðilagt orðspor sitt hjá félaginu ef hann vanvirðir klúbbinn.

Hann er aðalmaðurinn í liðinu, og hylltur af stuðningsmönnunum. Ég held hann eigi eftir að eyðileggja orðspor sitt og stöðu hjá félaginu ef hann lætur verða af þessu. Hann er líka fyrirliði enska landsliðsins. Ég trúi ekki að hann muni neita að mæta. Ég þekki hann ekki persónulega, en hann virkar eins og topp maður. Ef hann neitar að mæta, og Daniel Levy fær ekki gott boð eða boðið sem hann vill fá í hann, gæti hann einfaldlega sagt honum að vera heima.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“
433Sport
Í gær

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Í gær

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Í gær

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham