Raul Jimenez tók þátt í sínum fyrsta leik fyrir Wolves á laugardaginn síðan hann höfuðkúpubrotnaði í nóvember á síðasta ári.
Mexíkóinn átti skot úr aukaspyrnu sem small í slánni en tókst ekki að skora í fyrsta leik sínum í átta mánuði. Hann byrjaði leikinn en var skipt af velli eftir 34. mínútur í 1-0 tapi fyrir Crewe í æfingaleik liðanna á Mornflake vellinum.
Jimenez klæðist nú sérhönnuðum höfuðbúnaði sem hann notar bæði á æfingum og í leikjum. Honum var frjálst að æfa með liðinu í maí en þurfti að bíða þangað til í þessari viku eftir að hitta liðsfélagana og nýja stjórann, Bruno Lage sem tók við félaginu í sumar eftir brottför Nuno Espirito Santo.