Olivier Giroud er í sjöunda himni eftir að hafa gengið til liðs við ítölsku risana í AC Milan í sumar, en hann sagði í viðtali að honum liði eins og smástrák.
„Mér líður eins og smástrák þó ég sé að verða 35 ára, vegna þess að þegar ég var krakki leit ég upp til Jean-Pierre Papin, Andriy Shevchenko, og að sjálfsögðu Paolo Maldini. Þetta lið fékk mig til að dreyma. Ég var líka mjög hrifinn af Marco van Basten, en svo margir frábærir leikmenn hafa leikið fyrir félagið.“