Íslensku landsliðsmennirnir Ari Freyr Skúlason og Ísak Bergmann Jóhannesson voru í liði Norrköping sem tapaði fyrir Hacken á heimavelli í Allsvenskan deildinni í dag.
Hacken unnu leikinn 0-1 með marki frá Daleho Iranhurst á 71. mínútu.
Ísak Bergmann lék allan leikinn en Ari Freyr fór af velli eftir tæplega klukkutíma leik.
Norrköping sitja í 5. sæti deilarinnar með 17 stig eftir 11 leiki. Hacken er í 7. sæti með 15 stig eftir 11 leiki.