Steven Berghuis, fyrirliði Feyenoord, er farinn til Ajax og eru þetta talin vera ein umdeildustu félagsskipti sögunnar í Hollandi.
Ajax staðfesti á dögunum að liðið hefði náð samningi við Feyenoord og er kaupverðið talið vera um 5,5 milljónir punda. Leikmaðurinn mun skrifa undir 4 ára samning.
Stuðningsmenn Feyenoord eru brjálaðir yfir sölunni og hafa myndbönd af þeim verið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem þeir eru að brenna treyjur með nafni Berghuis aftan á. Þetta er aðeins í þriðja skiptið í sögunni sem leikmaður fer beint frá Feyenoord til Ajax.
„Ég er 29 ára og vil taka næsta skref. Ég vil þróa minn leik en vil líka berjast um bikara og spila í meistaradeildinni. Þetta get ég allt hjá Ajax,“ sagði Berghuis við vefsíðu Ajax
We have agreed a deal in principle for the transfer of Steven Berghuis.
𝘾𝙤𝙢𝙞𝙣𝙜 𝙨𝙤𝙤𝙣 ➥ #WelcomeSteven ⏳
— AFC Ajax (@AFCAjax) July 16, 2021