fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Callum Hudson-Odoi vill skipta um landslið – Ætlar að spila með Ghana

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 17. júlí 2021 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Callum Hudson-Odoi er sagður ætla að nýta sér nýjar reglur FIFA og hætta að spila með enska landsliðinu og spila með Ghana í staðinn.

Leikmaðurin eyddi nýlega tíma í Ghana en hann á rætur að rekja þangað. Þar hitti hann meðal annars forseta landsins og ræddi þar um hvernig má bæta fótboltaumgjörðina í landinu. Forsetinn á þá einnig að hafa rætt við Hudson-Odoi um að koma að spila fyrir landsliðið og virðist það hafa gengið eftir.

Ghana Sports Online segir að Hudson-Odoi hafi ákveðið að spila fyrir Ghana og hafi kynþáttaníðin sem beindist að leikmönnum enska landsliðsins fyllt mælinn. Honum líður eins og hann gæti lent í því sama ef hann haldi áfram að spila fyrir England.

Leikmaðurinn hefur spilað 3 A-landsliðsleiki fyrir England en samkvæmt reglum FIFA þá getur hann skipt um lið vegna þess að hann hefur spilað færri en fjóra leiki, leikina spilaði hann þegar hann var yngri en 21 árs og enginn leikur kom á stórmóti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband