Vestri tók á móti Þrótti Reykjavík í lokaleik 12. umferðar Lengjudeildar karla í dag. Þetta var fyrsti leikur Vestra undir stjórn Jóns Þórs en hann tók við af Heiðari Birni Torleifssyni sem hætti nýlega með liðið.
Hinrik Harðarson kom Þrótti yfir í byrjun leiks. Pétur Bjarnason jafnaði leikinn í seinni hálfleik og Nikolaj Madsen skoraði sigurmarkið fyrir Vestra og tryggði þeim 3 mikilvæg stig.
Vestri fer upp í 5. sæti með sigrinum, fimm stigum frá 2. sæti. Þróttur er enn í 11. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Vestri 2 – 1 Þróttur
0-1 Hinrik Harðarson
1-1 Pétur Bjarnason
2-1 Nikolaj Madsen