fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Telur að Frank Lampard myndi ná betri árangri en Southgate

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 17. júlí 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmaður Chelsea telur að Frank Lampard ætti að taka við enska landsliðinu af Gareth Southgate þar sem hann geti náð miklu betri úrslitum fyrir liðið.

Southgate og enska landsliðið náðu frábærum árangri á EM í sumar en liðið fór alla leið í úrslitaleik mótsins. Þar tapaði enska liðið í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Mikil ánægja hefur verið með Southgate og þann árangur sem hann hefur náð með enska landsliðið.

Jack, stuðningsmaður Chelsea sagði við talkSPORT á dögunum að Frank Lampard myndi ná miklu betri árangri með alla þá ungu leikmenn sem eru í liðinu.

„Frank Lampard myndi standa sig betur og ná meira út úr leikmönnunum en Gareth Southgate,“ sagði Jack við talkSPORT.

„Fyrsta mót Southgate var Heimsmeistaramótið og ef á á að vera hreinskilinn þá hefði hver sem er komið okkur í undanúrslit miðað við liðin sem við spiluðum á móti.“

„Ég held að Frank Lampard sé betri stjóri en Southgate vegna þess sem hann hefur gert á sínum þjálfaraferli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband