Stuðningsmaður Chelsea telur að Frank Lampard ætti að taka við enska landsliðinu af Gareth Southgate þar sem hann geti náð miklu betri úrslitum fyrir liðið.
Southgate og enska landsliðið náðu frábærum árangri á EM í sumar en liðið fór alla leið í úrslitaleik mótsins. Þar tapaði enska liðið í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Mikil ánægja hefur verið með Southgate og þann árangur sem hann hefur náð með enska landsliðið.
Jack, stuðningsmaður Chelsea sagði við talkSPORT á dögunum að Frank Lampard myndi ná miklu betri árangri með alla þá ungu leikmenn sem eru í liðinu.
„Frank Lampard myndi standa sig betur og ná meira út úr leikmönnunum en Gareth Southgate,“ sagði Jack við talkSPORT.
„Fyrsta mót Southgate var Heimsmeistaramótið og ef á á að vera hreinskilinn þá hefði hver sem er komið okkur í undanúrslit miðað við liðin sem við spiluðum á móti.“
„Ég held að Frank Lampard sé betri stjóri en Southgate vegna þess sem hann hefur gert á sínum þjálfaraferli.“
👔 “Frank Lampard would do a better job as #ENG manager than Southgate.”
👀 “He will get better performances! I think Lampard is a better manager overall.”
Jack the Chelsea fan believes Lampard would be a better England manager. 🏴 pic.twitter.com/t7XF89nDsj
— talkSPORT (@talkSPORT) July 15, 2021