Gianlugi Donnarumma getur ekki verið talinn besti markmaður í heimi þar sem Real Madrid og Barcelona reyndu ekki við hann samkvæmt Antonio Cassano, fyrrum framherja Ítalíu.
Donnarumma var frábær fyrir Ítalíu í sumar á EM 2020 en liðið varð heimsmeistari eftir sigur á Englendingum í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum. Markmaðurinn ungi varði víti frá Jadon Sancho og Bukayo Saka í vítaspyrnukeppninni. Hann var einnig valinn leikmaður mótsins ásamt því að vera í liði mótsins.
Donnarumma yfirgaf AC Milan í lok síðasta tímabils og samdi við PSG á frjálsri sölu síðasta miðvikudag. Cassano er þó ekki á því að hann geti talist sem besti markmaður í heimi ef stærstu klúbbarnir í boltanum voru ekki á eftir honum.
„Ef hann er besti markmaður í heimi, afhverju eru þá Bayern Munich, Real Madrid og Barcelona á eftir honum?“ sagði Cassano við Chrisitan Vieria á sjónvarpsstöðinni Twitch.
„Manuel Neuer er 36 ára. Ef hann er besti markmaðurinn í heiminum þessa stundina taktu þá slaginn við Courtois og Ter Stegen og sendu þá á bekkinn. En í staðinn fer hann til PSG.“