fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

„Það skiptir ekki máli hversu mikið hann vinnur, hann mun aldrei ná Maradona“

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 17. júlí 2021 10:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti titill Lionel Messi með Argentínu kom um síðustu helgi er liðið sigraði Copa America en það setur hann ekki á sama stall og Diego Maradona samkvæmt Mario Kempes.

Messi hafði tapað þremur úrslitaleikjum í Copa America og úrslitaleik HM árið 2014 þar til hann náði loksins að landa titli með Argentínu.

Angel Di Maria skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum gegn Brasilíu og gat Messi ekki annað en grátið úr gleði yfir því að hafa loksins náð þessu markmiði. Hann átti frábært mót, skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar. Kempes er þó ekki á því að Messi verði nokkurn tíma sama goðsögn og Maradona í heimalandinu.

„Það versta sem Messi hefur þurft að þola er að hann kom beint á eftir Diego Armando Maradona. Og það er erfitt að taka fram úr Diego þar sem hann var dáður af öllum,“ sagði Kempes við ESPN í Mexíkó.

„Það skiptir ekki máli hversu mikið hann vinnur eða hvað hann vinnur, það getur aldrei verið borið saman við það sem Diego gerði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband