fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

„Það skiptir ekki máli hversu mikið hann vinnur, hann mun aldrei ná Maradona“

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 17. júlí 2021 10:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti titill Lionel Messi með Argentínu kom um síðustu helgi er liðið sigraði Copa America en það setur hann ekki á sama stall og Diego Maradona samkvæmt Mario Kempes.

Messi hafði tapað þremur úrslitaleikjum í Copa America og úrslitaleik HM árið 2014 þar til hann náði loksins að landa titli með Argentínu.

Angel Di Maria skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum gegn Brasilíu og gat Messi ekki annað en grátið úr gleði yfir því að hafa loksins náð þessu markmiði. Hann átti frábært mót, skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar. Kempes er þó ekki á því að Messi verði nokkurn tíma sama goðsögn og Maradona í heimalandinu.

„Það versta sem Messi hefur þurft að þola er að hann kom beint á eftir Diego Armando Maradona. Og það er erfitt að taka fram úr Diego þar sem hann var dáður af öllum,“ sagði Kempes við ESPN í Mexíkó.

„Það skiptir ekki máli hversu mikið hann vinnur eða hvað hann vinnur, það getur aldrei verið borið saman við það sem Diego gerði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands