Breiðablik mun mæta Þrótti Reykjavík í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna. Liðið vann dramatískan sigur á Val í undanúrslitum í kvöld.
Agla María Albertsdóttir kom Blikum yfir eftir um 20 mínútna leik. Staðan í hálfleik var 1-0.
Selma Sól Magngúsdóttir tvöfaldaði forystu heimakvenna á 47. mínútu. Mary Alice Vignola svaraði þó strax með marki hinum megin og minnkaði muninn í 2-1.
Ída Marín Hermannsdóttir jafnaði svo fyrir gestina á 65. mínútu.
Breiðablik tók forystu að nýju þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Þá skoraði Taylor Marie Ziemer.
Í uppbótartíma jafnaði Fanndís Friðriksdóttir aftur fyrir Val. Allt stefndi í framlengingu.
En Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var á öðru máli. Hún skoraði sigurmark Breiðabliks stuttu síðar.
Lokatölur 4-3 í mögnuðum fótboltaleik.