Um Íslendingaslag var að ræða í opnunarleik dönsku úrvalsdeildarinnar á dag. Þá vann OB góðan útisigur á Midtjylland.
Bashkim Kadri og Jorgen Skjelvik skoruðu mörk OB í 1-2 sigri. Pione Sisto gerði mark heimamanna.
Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði OB í dag og lék hann í rúmar 70 mínútur.
Mikael Neville Anderson kom inn á sem varamaður fyrir Midtjylland. Hann spilaði um tíu mínútur.
Þá sat markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson á varamannabekk heimamanna í leiknum.