Faðir Harry Maguire, varnarmanns Manchester United og enska landsliðsins, rifbeinsbrotnaði síðastliðinn sunnudag fyrir úrslitaleik Evrópumótsins.
Faðirinn, Alan Maguire, var mættur á Wembley til að horfa á son sinn spila úrslitaleik mótsins gegn Ítalíu.
Hann mætti hins vegar á svæðið á sama tíma og miðalaus múgur kom á svæðið. Fólkið tróð sér inn um innganginn á vellinum með þeim afleiðingum að sumir urðu undir þvögunni.
Öryggisgæslan á Wembley í kringum leikinn hefur verið harkalega gagnrýnd. Talið er að töluverður fjöldi gesta á úrslitaleiknum hafi verið án miða.
Myndir af Alan í þvögunni má sjá hér fyrir neðan.