Einn besti knattspyrnumaður sögunnar, Lionel Messi, var í vandræðum með að komast út af hótelinu sem hann dvelur á í Miami í Bandaríkjunum þessa daganna. Æstir aðdáendur biðu hans fyrir utan. Allir vildu fá að komast nær stjörnunni sinni. Myndband af þessu má finna neðst í fréttinni.
Nokkrir menn voru með Messi til þess að hjálpa honum að ryðja sér í gegnum þvöguna.
Messi er nú í sumarfríi eftir að hafa unnið Suður-Ameríkubikarinn með argentíska landsliðinu á dögunum.
Fans in Miami were definitely pleased to see Messi on holiday 😳
(via @TNTSportsAR)pic.twitter.com/orVtiz5bd7
— ESPN FC (@ESPNFC) July 16, 2021