Fyrrum knattspyrnumaðurinn og nú sparkspekingur, Gary Neville, sakar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um lygar eftir að sá síðarnefndi kvaðst ,,alltaf hafa sagt það vera rangt að baula á enska landsliðsmenn.“
Fjöldi knattspyrnumanna hefur frá því síðasta sumar kropið á kné fyrir leiki til að styðja við Black Lives Matter hreyfinguna. Byrjað var á þessu í kjölfar þess að lögreglumaðurinn Derek Chauvin myrti George Floyd í Minneapolis í fyrra.
Þegar enska landsliðið hefur kropið á kné fyrir leiki er hins vegar alltaf hluti stuðningsmanna liðsins sem lætur óánægju sína í ljós með því að baula á liðið.
Talsmaður Johnson neitaði á dögunum að fordæma þessa hegðun stuðningsmanna.
Það fór svo gegn því sem Johnson sjálfur sagði síðar um að hann hafi allt sagt hegðun þeirra stuðningsmanna sem baula ekki eiga rétt á sér.
Eftir að Sky News birti myndband á Twitter af Boris halda þessu fram endurtísti (e. reetweet) Neville færslunni og skrifaði einfaldlega ,,lygari“ við.