Hollywood-leikarinn Jason Sudeikis mætti í peysu merktri þeim Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka á frumsýningu nýrrar þáttaraðar af Ted Lasso.
Í þáttunum leikur Sudeikis bandarískan knattspyrnuþjálfara sem flytur til Englands til að þjálfa knattspyrnulið.
Eins og flestir vita urðu Sancho, Rashford og Saka fyrir aðkasti og kynþáttaníði á samfélagsmiðlum eftir að hafa brennt af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik Evrópumótsins á dögunum.
Sudeikis ákvað því að sýna þeim stuðning og mæta í peysu með nöfnum þeirra á. Virkilega fallega gert.
Jason Sudeikis supporting Jadon Sancho, Marcus Rashford and Bukayo Saka at the Ted Lasso season two premiere.
Respect 👏 pic.twitter.com/BZlDp6STXV
— SPORTbible (@sportbible) July 16, 2021