Jordan Pickford skemmti sér konunglega með stórfjölskyldu sinni á dögunum. Hann hvílir nú lúin bein eftir Evrópumótið þar sem hann fór alla leið í úrslitaleikinn með enska landsliðinu.
Á myndbandinu sem birt var af Pickford hafði hann skellt sér á háhest á einum fjölskyldumeðlim. Þar söng hann og hafði gaman.
Markvörðurinn virðist hafa fengið sér aðeins í tána þetta kvöld.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
My keeper JP1 🔵 pic.twitter.com/zAIJgX2898
— Benj Winstanley ➐ (@benjwinstanley) July 15, 2021