fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Afturelding burstaði Víking Ó. – Grótta og Kórdrengir með sigra

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 21:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum er nýlokið í 12. umferð Lengjudeildar karla.

Grótta vann uppgjör liðanna sem féllu úr Pepsi Max

Grótta vann virkilega góðan heimasigur á Fjölni.

Guðmundur Karl Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 65. mínútu og kom heimamönnum yfir.

Kristófer Melsted tvöfaldaði forystu Gróttu þegar tíu mínútur lifðu leiks.

Helgi Snær Agnarsson minnkaði muninn fyrir gestina úr Grafarvoginum í lok leiks. Nær komust þeir þó ekki. Lokatölur 2-1.

Grótta er komin upp í fimmta sæti deildarinnar með 17 stig. Fjölnir er í sjötta sæti með jafnmörg stig en verri markatölu.

Kórdrengir unnu nýliðaslaginn

Kórdrengir unnu Selfoss í uppgjöri nýliðanna í deildinni. Leikið var á Selfossi.

Davíð Þór Ásbjörnsson gerði eina mark leiksins á 78. mínútu. Lokatölur 0-1 fyrir gestina.

Kórdrengir eru í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, stigi á eftir ÍBV sem er í öðru sæti.

Selfoss er í tíunda sæti með 9 stig. Liðið er 2 stigum á undan Þrótti Reykjavík sem er í fallsæti. Síðarnefnda liðið á þó leik til góða.

Afturelding fór illa með Víking Ó.

Afturelding tók á móti Víkingi Ólafsvík í Mosfellsbæ og unnu stórsigur.

Það voru þó gestirnir sem náðu forystunni á 8. mínútu þegar Jose Javier Amat Domenech skoraði.

Arnór Gauti Ragnarsson jafnaði fyrir Aftureldingu á 24. mínútu og kom þeim yfir stundarfjórðungi síðar.

Aron Elí Sævarsson gerði þriðja mark Aftureldingar snemma í seinni hálfleik.

Þegar 20 mínútur lifðu leiks kom Pedro Vazquez þeim svo í 4-1.

Kristófer Óskar Óskarsson skoraði fimmta markið á 85. mínútu áður en Hafliði Sigurðarson innsiglaði 6-1 sigri liðsins í lok leiks.

Afturelding er í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig. Víkingar eru á botninum með aðeins 2 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru fimm kynþokkafyllstu karlmenn á Íslandi að mati Gunna Birgis

Þetta eru fimm kynþokkafyllstu karlmenn á Íslandi að mati Gunna Birgis
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Haaland tjáir sig um Grealish – Segist sakna hans á hverjum degi

Haaland tjáir sig um Grealish – Segist sakna hans á hverjum degi