fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Saka gefur út yfirlýsingu: Þakkar stuðninginn en er ósáttur við samfélagsmiðla – ,,Sár veruleiki að þið notið ekki ykkar valdamikla vettvang“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 16:04

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bukayo Saka hefur sent frá sér yfirlýsingu í fyrsta sinn eftir tap Englands í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítalíu á sunnudag.

England tapaði í vítaspyrnukeppni. Saka, Jadon Sancho og Marcus Rashford tókst ekki að skora úr sínum spyrnum. Allir eru leikmennirnir dökkir á hörund og fengu þeir því miður fjölda skilaboða frá óprúttnum aðilum þar sem það var notað gegn þeim.

,,Ég hef haldið mig frá samfélagsmiðlum undanfarna daga til að eyða tíma með fjölskyldu og melta síðustu vikur aðeins. Þessi skilaboð verða ekki nóg til að sýna hversu þakklátur ég er fyrir allan þann kærleik sem þið hafið sýnt mér,“ byrjaði Saka á að skrifa í yfirlýsingunni.

Hann segir að það hafi verið algjör heiður að leika fyrir enska landsliðið og að hann hafi lært mikið.

,,Það var heiður að spila fyrir England. Þetta verða bræður mínir að eilífu og ég er þakklátur fyrir allt sem ég hef lært frá öllum leikmönnum og starfsfólki. Að hjálpa liðinu að komast í úrslit í fyrsta sinn í 55 ár, að sjá fjölskylduna mína uppi í stúku eftir allt sem þau hafa gert fyrir mig, þetta er svo þýðingarmikið fyrir mig.“

Saka kveðst virkilega leiður yfir úrslitunum á sunnudag  en er viss um að þetta enska lið muni ná árangri í framtíðinni.

,,Ég kem því ekki í orð hversu svekktur ég er með úrslitin og vítaspyrnuna mína. Ég hélt að við myndum vinna þetta fyrir ykkur. Mér þykir það leitt að við höfum ekki getað komið með bikarinn heim fyrir ykkur en ég lofa að þessi kynslóð mun gera allt sem í hennar valdi stendur til við munum þekkja hvað það þýðir að vinna.“

Saka þakkaði svo þeim sem hafa stutt við bakið á honum síðustu daga innilega fyrir.

,,Til ykkar sem hafið stutt mig og sent mér hjartnæm bréf, sent hlýjar kveðjur til mín og fjölskyldu minnar, ég er svo þakklátur ykkur. Þetta er það sem fótbolti ætti að snúast um. Ástríða, fólk af öllum kynþáttum, kynjum, trúum og bakgrunnum að koma saman til að njóta þess rússíbana sem fótboltinn er.“

Að lokum tók Saka fram að hann væri svekktur með samfélagsmiðla og hvernig þeir taka (ekki) á kynþáttaníði.

,,Við samfélagsmiðlanna Instagram, Twitter og Facebook, ég vil ekki að neitt barn eða neinn fullorðinn þurfi að fá jafn hatursfull og særandi skilaboð sem ég, Marcus og Jadon höfum fengið í vikunni. Ég vissi strax hvers konar hatur ég myndi þurfa að upplifa og það er sár veruleiki að þið notið ekki ykkar valdamikla vettvang til að stöðva þessi skilaboð.“

,,Ástin sigrar alltaf,“ skrifaði Saka að lokum. Yfirlýsingu hans í heild má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Í gær

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram
433Sport
Í gær

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar