fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Gekk í burtu frá atvinnumannaferlinum til þess að læra í Harvard – ,,Besta ákvörðun sem ég gat tekið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 07:00

Harvard. Mynd/harvard.edu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 19 ára gamli Alessandro Arlotti tók ansi athyglisverða ákvörðun í byrjun árs. Hann ákvað þá að leggja atvinnumannaferil sinn til hliðar til þess að sækja nám við Harvard-háskólann í Bandaríkjunum, einn virtasta háskóla heims.

Þessi ungi og efnilegi Ítali hafði leikið með yngri liðum AS Monaco í franska boltanum sem og verið á mála hjá Pescara í heimalandinu. Þá tók hann þátt í Heimsmeistaramóti U-17 ára landsliða fyrir tveimur árum.

Nú mun hann hefja nám við Harvard í haust. Hann er ekki alfarið hættur í knattspyrnu því hann mun leika í háskólaboltanum í Bandaríkjunum með Harvard.

Arlotti kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Monaco. Það starf þykir ansi gott. Það hjálpar krökkum einnig að ná sér í góða menntun með fótboltanum. Það var þar sem Arlotti var uppgötvaður fyrir hæfileika sína sem námsmaður, sem og auðvitað fótboltahæfileikanna.

,,Það var ekki auðvelt að æfa og læra samhliða. Ég verð samt að þakka Monaco. Það eru eitt skipulagðasta knattspyrnulið í heimi. Það er skóli inni í akademíunni sem hjálpar leikmönnum að halda náminu við. Það er ótrúlegt og hjálpaði mér svo mikið,“ sagði Arlotti við Sportbible.

Eftir að hafa verið í níu ár í barna -og unglingastarfi Monaco vildi Arlotti sanna sig sem leikmaður í meistaraflokki. Hann fór því yfir til Pescara í Serie B á Ítalíu. Þarna hafði hann þegar leikið fyrir U-17 ára landslið Ítalíu. Tíminn hjá Pescara gekk þó ekki sem skildi.

,,Ég vildi sjá hvort ég gæti spilað sem atvinnumaður. Ég var ekki nálægt aðalliðinu hjá Monaco. Þess vegna fór ég til Pescara. Því miður var félagið ekki á góðum stað. Þeir skiptu þrisvar um þjálfara á meðan ég var þar.“

Arlotti vildi halda áfram í námi en var ekki tilbúinn að hætta að spila fótbolta. Hann tók því ákvörðun um að yfirgefa Pescara og atvinnumannasamning sinn þar til að fara í nám í Bandaríkjunum.

Þrátt fyrir ströng inntökuskilyrði í Harvard tókst Arlotti að komast inn með mikilli vinnu og mjög góðum einkunnum.

,,Ég held að þetta sé besta ákvörðun sem ég gat tekið. Að spila fótbolta hér og læra er ótrúlegt. Stigið er hátt og fótboltanum í Bandaríkjunum fer fram.“

Arlotti útilokar ekki að leika aftur í Evrópu. ,,Ég held að það sé draumurinn,“ sagði hann að lokum.

Alessandro Arlotti. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag