Olivier Giroud er við það að ganga í raðir AC Milan frá Chelsea. Fabrizio Romano greinir frá.
Félögin hafa samið sín á milli og þá hefur leikmaðurinn þegar skrifað undir samning við Milan. Sá gildir til ársins 2023.
Ítalska félagið mun borga 1 milljón evra til að byrja með. Önnur milljón gæti svo bæst við.
Giroud fer í læknisskoðun í Mílanó á morgun.