Hollendingurinn Arjen Robben er hættur í knattspyrnu eftir frábæran feril.
Hinn 37 ára gamli Robben lék síðast með Groningen í heimalandinu.
Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Bayern Munchen í Þýskalandi. Þar skoraði hann 99 mörk í 201 leik. Hann lék einnig með liðum á borð við Real Madrid og Chelsea.
Robben vann þýsku Bundesligunna átta sinnum með Bayern. Þá vann hann einnig Meistaradeildina með liðinu.
Hann varð einnig Spánarmeistari með Real og Englandsmeistari með Chelsea í tvígang, bara svo eitthvað sé nefnt. Magnaður ferill.
Robben var þá hluti af hollenska landsliðinu í fjórtán ár. Hann lék í heildina 96 leiki fyrir þjóðina og skoraði 37 mörk. Hann var með liðinu er það fór í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins árið 2010.
Arjen Robben has announced his retirement from football at the age of 37.
What a career he's had 👏🏆 pic.twitter.com/oAvpR0oJIx
— ESPN FC (@ESPNFC) July 15, 2021