Erling Braut Haaland, norskur framherji Borussia Dortmund, leitar nú ráða hjá aðdáendum sínum varðandi hugsanlega breytingu á útliti sínu.
Þessi tvítugi Norðmaður er með fremur mikið hár í dag. Hann velti upp þeirri spurningu á Instagram-reikningi sínum hvort að hann ætti að klippa hár sitt stutt. Hann leyfði svo fólki að kjósa hvað því fannst.
Þá grínaðist Haaland einnig með hvort að hann ætti að fá sér yfirvaraskegg. Hann notaði ,,filter“ á Instagram til að sýna aðdáendum hvernig það gæti komið út.
Erling Haaland is considering a new look 👀 pic.twitter.com/kCgbSOMqpD
— Goal (@goal) July 14, 2021
Framtíð Haaland hefur verið í umræðunni í sumar. Hann hefur slegið í gegn með Dortmund síðustu tímabil. Norðmaðurinn hefur til að mynda verið orðaður við Chelsea.