Jow Lewis, eigandi Tottenham, er ekki svo mikið í sviðsljósinu. Hann mætir til að mynda ekki mikið á völlinn er liðið spilar knattspyrnuleiki. Lewis einbeitir sér frekar að lúxuslífi sínu á Karíbahafinu, þar sem hann dvelur oft á tíðum á rándýrri snekkju sinni.
Lewis er 84 ára gamall. Hann ólst upp í lítilli íbúð í Vestur-Lundúnum en hefur svo sannarlega unnið sig upp þaðan. Hann opnaði til að mynda fjölda veitinga -og skemmtistaða í borginni á síðustu öld. Í dag er Lewis hann metinn á um 4,3 milljarða punda.
Milljarðamæringurinn býr stærstan hluta árs á snekkju sinni á Karíbahafinu. Snekkjan er metin á rúma 19 milljarða íslenskra króna.
Lewis er góður vinur golfarans Tiger Woods. Sá síðarnefndi hefur til að mynda kallað Lewis læriföður sinn í viðskiptum.
Lewis á einnig veglegt safn af listaverkum eftir listamenn á borð við Picasso, Chagall, Matisse og Miros.