fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Leikmenn í unglingaliði Portsmouth í vandræðum vegna rasisma

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portsmouth og enska knattspyrnusambandið hafa hafið rannsókn vegna ásakana um að leikmenn liðsins hafi gerst sekir um rasisma í hópspjalli sem var lekið á samfélagsmiðla. Kynþáttaníðin beindist að leikmönnum enska landsliðsins sem klúðruðu víti í úrslitaleik EM.

Skjáskot af spjalli leikmannanna á Snapchat hefur verið í dreifingu en þar gerðust þeir sekir um rasisma og sendu meðal annars apatákn á milli og gerðu grín að Rashford, Sancho og Saka sem klúðruðu sínum vítaspyrnum.

Portsmouth sendi frá sér yfirlýsingu og segir félagið að málið sé í skoðun.

„Við vitum af þessum myndum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sem koma hugsanlega frá u18 spjallinu þar sem má finna rasísk ummæli.“

„Klúbburinn hefur hafið rannsókn og við munum láta vita þegar henni hefur verið lokið.“

„Portsmouth fyrirlítur rasisma og hann á engan stað í fótboltanum,“ sagði í yfirlýsingu félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Í gær

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Í gær

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli