Framherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir gæti verið á leið til Paris Saint-Germain frá Le Havre.
Le Havre féll úr efstu deild Frakklands og gæti Berglind því verið á förum.
PSG er franskur meistari eftir að hafa endað fjórtán ára einokun Lyon í landinu í vor.
Berglind er 29 ára gömul. Ásamt Le Havre hefur hún leikið með PSV, Verona og AC Milan í atvinnumennsku.
Þá sló hún í gegn með Florida State University í bandaríska háskólaboltanum.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er eftirsótt af nokkrum stórum klúbbum í evrópu. PSG er sagt vera eitt af þeim liðum sem hafa mikin áhuga á Berglindi samkvæmt heimildum. #fotboltinet @heimavollurinn
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 13, 2021