Kolbeinn Finnsson lék seinni hálfleikinn með aðalliði Borussia Dortmund í æfingaleik gegn þýska D-deildarliðinu Giessen í gær. Leiknum lauk 2-0 fyrir Kolbein og félaga.
Kolbeinn er 21 árs gamall. Hann kom til Dortmund í lok sumars árið 2019. Hann lék áður með varaliði Brentford á Englandi og yngri liðum Groningen í Hollandi.
Kolbeinn hefur hingað til leikið fyrir varalið Dortmund. Það er spurning hvort hann sé að færast nær aðalliðinu.
Stjörnur eins og Marco Reus og Julian Brandt voru með Kolbeini á blaði í leiknum í gær.