fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Leist ekkert á það að Sara væri ólétt – ,,Hún labbaði bara í burtu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 15:00

Sara Björk. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarssdóttir var í viðtali hjá MBL.is í dag þar sem hún ræddi, meðal annars, hvernig það var að tilkynna þjálfara og liðsfélögum hjá Lyon að hún væri ólétt. Fyrirliði liðsins tók ekki svo vel í fregnirnar til að byrja með.

Sara tilkynnti í vor að hún ætti von á barni. Vegna þess gat hún ekki lokið keppnistímabilinu með franska stórliðinu Lyon.

Flestir, þar á meðal þjálfarinn, óskuðu Söru innilega til hamingju. Það tók fyrirliða liðsins, Wendie Renard, þó aðeins lengri tíma að meðtaka fréttirnar.

,,Ég man að fyrirliðinn, Wendie Renard, sat þarna og henni leist ekkert á þetta. Hún stóð svona yfir mér með hendurnar (krosslagðar). ‘Ertu ekki að fara að spila fótbolta aftur? Spilarðu ekkert meira núna?’ Ég sagði nei (ekki á þessari leiktíð). Ég var orðin frekar veik og með mikla ógleði. Hún labbaði bara í burtu,“ sagði Sara.

Hún tók þó fram að Renard hafi komið aftur til hennar um tíu mínútum síðar og óskað henni til hamingju.

Wendie Renard. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Í gær

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein
433Sport
Í gær

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool