Lionel Messi mun skrifa undir nýjan samning við Barcelona til ársins 2023 á næstu dögum. Þetta segir Fabrizio Romano.
Messi varð á dögunum samningslaus. Í kjölfarið komu fram þau tíðindi að Barcelona væri í miklum fjárhagsvandræðum.
Því var þar af leiðandi velt upp hvort að félagið hefði yfir höfuð efni á því að endursemja við argentíska snillinginn.
Nú hefur hins vegar verið slegið á sögusagnir um að Messi, sem hefur verið hjá Barca síðan um aldamótin, gæti verið á förum.
Messi varð á dögunum Suður-Ameríkumeistari með Argentínu í fyrsta sinn. Nú í kjölfarið mun Messi líklega ganga frá smáatriðum í samningsmálum sínum við Barcelona.