Ítalska B-deildarfélagið Lecce bauð miðvörðinn Brynjar Inga Bjarnason velkominn til félagsins í dag.
Hinn 21 árs gamli Brynjar Ingi fór afar vel af stað með KA í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Í kjölfarið lék hann sínu fyrstu landsleiki fyrr í sumar gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi. Hann stóð sig vel í leikjunum og skoraði til að mynda gegn Pólverjum.
Hann er nú mættur til Lecce og leikur í Serie B á næstu leiktíð. Það verður afar spennandi að fylgjast með honum.
#Benvenuto Brynjar Ingi Bjarnason #avantilecce pic.twitter.com/VnwjkgglaB
— U.S. Lecce (@OfficialUSLecce) July 13, 2021