Gianluigi Donnarumma, markvörður ítalska landsliðsins, segist ekki hafa áttað sig á því að hann hefði tryggt liði sínu sigur á Evrópumótinu er hann varði vítaspyrnu Bukayo Saka í úrslitaleiknum á sunnudag.
Leikurinn á milli Englands og Ítalíu fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Þar klikkuðu Englendingar á fleiri spyrnum og Ítalir því Evrópumeistarar.
Donnarumma var greinilega frekar óviss um stöðuna á meðan vítaspyrnukeppninni stóð.
,,Ég fagnaði ekki um leið því ég vissi ekki hvað var í gangi. Ég hélt að við hefðum tapað þegar Jorginho klikkaði á sinni spyrnu,“ sagði markvörðurinn ungi.
Athygli vakti hversu lengi Donnarumma var að byrja að fagna eftir að hann varði síðustu vítaspyrnu leiksins frá Saka. Hann hefur nú útskýrt að hann vissi ekki að liðið væri þegar orðið meistari.
,,Ég leit á dómarann til að athuga hvort allt væri í lagi. Svo sá ég liðsfélaga mína koma hlaupandi í átt að mér og ég skildi ekkert lengur.