Tveimur leikjum var að ljúka í Pepsi-Max deild karla rétt í þessu.
KR tók á móti Keflavík í 12. umferð Pepsi-Max deildar karla. Arnþór Ingi kom KR yfir eftir aðeins 7. mínútna leik með frábæru marki. Pálmi Rafn Pálmason fékk kjörið tækifæri til að tvöfalda forystu heimamanna á 71. mínútu er þeir fengu vítaspyrnu en hann hann klúðraði spyrnunni. KR-ingar héldu út og tryggðu sér 3 mikilvæg stig í toppbaráttunni.
KR 1 – 0 Keflavík
1-0 Arnþór Ingi Kristinsson (´7)
Leiknir tók á móti ÍA í 12. umferð Pepsi-Max deildar karla. Sævar Atla Magnússon, sem hefur verið frábær fyrir Leikni í sumar, kom heimamönnum yfir á 19. mínútu með góðu marki. Mango Escobar tvöfaldaði forystuna á 67. mínútu með frábæru marki eftir stoðsendingu frá Sævari Atla. Ekki komu fleiri mörk í leikinn og 2-0 sigur Leiknis því staðreynd.
Leiknir 2 – 0 ÍA
1-0 Sævar Atli Magnússon (´19)
2-0 Manga Escobar (´67)