Ítalir eru Evrópumeistarar eftir að hafa sigrað England í úrslitaleik EM á Wembley í gær. England komst yfir strax í byrjun leiks með marki frá Luke Shaw en Ítalir jöfnuðu á 67. mínútu með marki frá Bonucci. Þá var gripið til framlengingar og loks vítaspyrnukeppni þar sem Ítalía hafði betur en þrír leikmenn enska liðsins klúðruðu víti, Marcus Rashford var einn af þeim.
Rashford varð fyrir hræðilegri kynþáttaníði eftir leikinn en einnig voru margir sem sendu honum falleg og uppbyggileg skilaboð. Rashford hefur nú sent frá sér tilkynningu á Twitter.
„Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég hef átt erfitt tímabil og fór í þennan úrslitaleik með lítið sjálfstraust,“ sagði Rashford í tilkynningunni.
„Ég get bara beðist fyrirgefningar. Ég vildi að þetta hefði farið öðruvísi.“
„Ég get tekið gagnrýni hvað varðar mína frammistöðu og vítaspyrnan mín var ekki nógu góð en ég mun aldrei biðjast afsökunar á því hver ég er og hvaðan ég kom.“
Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan.
— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) July 12, 2021