Heiðar Birnir Torleifsson er hættur með Vestra. Í tilkynningu frá félaginu segir að Heiðar hafi beðist lausnar frá starfinu. Þar segir einnig að leit sé hafin að nýjum aðalþjálfara.
Heiðar tók við félaginu eftir síðasta tímabil en hann hafði verið aðstoðarmaður Bjarna Jóhannsonar hjá Vestra áður.
Vestri er í 6. sæti deildarinnar með 16 stig nú þegar 11 leikir hafa verið spilaðir. Lokaleikur félagsins undir stjórn Heiðars var 2-0 tap gegn Kórdrengjum um helgina.
„Knattspyrnudeildin vill þakka Heiðari Birni fyrir mikið og gott samstarf síðan hann tók til starfa, fyrst sem aðstoðarþjálfari Bjarna og síðar aðalþjálfari,“ segir í tilkynningu félagsins á Vestri.is
„Óskum við honum gæfu í hverju því sem hann tekur sér næst fyrir hendur.“