fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Mourinho um Shaw: „Frábært mót, frábær úrslitaleikur og engin varnarmistök

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 12. júlí 2021 19:00

Luke Shaw fagnar markinu í úrslitaleik EM. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho var fenginn í viðtal eftir úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í gærkvöldi og þar sagði hann hvað honum finnst í raun um Luke Shaw.

England komst yfir strax í byrjun leiks með marki frá Luke Shaw en Ítalir jöfnuðu á 67. mínútu með marki frá Bonucci. Þá var gripið til framlengingar og loks vítaspyrnukeppni þar sem Ítalía hafði betur.

Mourinho hefur gagnrýnt Shaw í töluverðan tíma en það byrjaði á meðan hann þjálfaði Manchester United þar sem Luke Shaw spilar. Shaw hefur áður viðurkennt í viðtali að hann sé orðinn þreyttur á stöðugri gagnrýni Portúgalans og skilur ekki ástæðuna fyrir henni.

„Fólk heldur að ég sé ekki hrifinn af Luke Shaw, ég verð bara að segja að hann átti frábært mót, frábæran úrslitaleik og engin varnarmistök. Mjög góð frammistaða. Auk þess er hann að bæta sig. Vel gert Luke Shaw,“ sagði Mourinho við talkSPORT eftir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Í gær

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp